|
Post by Admin on Feb 25, 2016 8:44:05 GMT
Ég hef alltaf þurft að vera í mikilli rútínu varðandi svefninn minn frá því að ég var lítil.
Ef ég fékk minni svefn en þurfti þá varð ég mjög önug og funkeraði illa daginn eftir og það er þannig ennþá í dag.
Þegar ég á erfitt með að sofna er það yfirleitt vegna kvíðahugsana eða af því að ég hef áhyggjur af einhverju. Verst finnst mér að vera að hugsa um samtöl við annað fólk sem ég hef átt yfir daginn eða fyrir einhverju síðan. Ég endurhugsa þau og fer yfir til að athuga hvort að ég hafi sagt eitthvað vitlaust eða hvort að ég sé að skilja hlutina rétt. Það kemur nefnilega svo oft fyrir að fólk misskilur mig mikið. Heldur að ég sé að meina eitthvað annað en ég er í raun að meina eða heldur að ég sé dónaleg og köld við annað fólk.
|
|