|
Post by Admin on Feb 25, 2016 8:40:09 GMT
Hafið þið prófað að breyta mataræðinu og fundið einhvern mun á ykkur ?
Nú vilja sumir meina að það séu tengsl milli mataræðis og einhverfu..þ.e. að það sé hægt að líða of funkera betur með því að breyta fæðunni.
Sonur minn sem greindur er með ódæmigerða einhverfu tók þátt í rannsókn varðandi hegðun/líðan og breytt mataræði. Hann tók út glúten , mjólkurvörur og sykur. Okkur fannst við sjá einhvern pinulítinn mun fyrst en svo ekki mikinn. Virtist ekki skipta miklu máli. En að sjálfsögðu eru ákveðin fæða og efni í fæðu sem eru ekki góðar fyrir hann né okkur öll eins og t.d.ákveðin litarefni.
Ég sjálf er alltaf að prófa eitthvað nýtt, ekki til að laga einhverfuna heldur til að líða betur og líka út af siðferðislegum ástæðum. Ég er t.d. að prófa að vera Vegan núna, samt ekki alveg, ég borða fisk en ekkert kjöt og engar mjólkurvörur. Mér líður mun betur í líkamanum.
|
|