Sæl(l) Isg og velkomin(n)
Þú átt að geta það já með því að smella á "create thread" upp til hægri þegar þú ert á forsíðu "genaral discussion".
Ég ákvað að stofna þessa spjallsíðu fyrir þá sem eiga erfitt með sýna sjálfan sig eins og t.d. á Facebook þá vita allir
hver þú ert og hvað þú ert að segja. Það eru margir feimnir og eiga erfitt með að tjá sig um hvað sem er þannig að
allir sjái.
Ég hafði líka hugsað að kannski eru einhverjir búsettir út á landi og komast ekki á fundi sem eru haldnir fyrir
fólk á einhverfurófinu og eru kannski frekar einir (eins og ég). Ekki það að mér finnst gott að vera ein svona
yfirleitt en stundum verð ég líka mjög einmanna og þá finnst mér gott að geta talað við þann sem skilur mig.
Ég var áður og er á erlendum spjallsíðum fyrir fólk á einhverfurófi, þar sem spjallið var sett svipað upp, öllum frjálst
að tala um hvað sem er, búa til þráð og svara öðrum og spjalla privat ef það vildi. Mér fannst þetta hjálpa
mér mikið og langaði að athuga viðbrögðin hér á landi. Hvort það væri einhver áhugi fyrir þessu.
Ég t.d. á erfitt með að tjá mig inn á Fb á spjallsíðunum þar vegna þess að ég þekki
marga þar inni og ég er ennþá að reyna að koma "úr skápnum" með mína greiningu og reyna að finna mig.
Ég fékk því miður slæm viðbrögð frá fólki þegar ég sagði frá minni greiningu og flestir trúðu mér ekki vegna þess hversu
"félagslega fær" ég væri. Ég treysti mér því illa eins og er til að tala opinberlega (Facebook) um hvernig
mér líður, hvað ég er að hugsa, hvernig það er að vera með Asperger, áhugamálin mín (sem fáir skilja)
og svo margt fleira.
Það eru til flottar grúbbur t.d á Fb þar sem allir koma undir nafni og eru með mynd af sér þannig að ef einhver treystir sér ekki
til að vera hér inni þá er vel hægt að fara í aðra spjallgrúbbu/hóp.
Annars er þetta til prufu. Ef það er enginn áhugi, þá dettur síðan upp fyrir sig.
En ég er til í að heyra álit allra hérna inni um þetta mál. Það væri gott
að sjá hvað ykkur finnst um þetta eins og er
lsg ég get sent þér upplýsingar um mig ef þú vilt ?
Kveðja
GÞI