|
Post by Admin on Feb 20, 2016 21:44:34 GMT
Ég var sjálf 31-32 ára þegar ég loksins fékk mína. Ég var búin að fá alls konar aðrar greiningar áður en það rétta kom í ljós. Það var mjög erfitt fyrir mig.
|
|
mangi
New Member
Posts: 4
|
Post by mangi on Feb 21, 2016 1:45:47 GMT
Ég var 34 og var líka með margar aðrar greiningar eins og Panic disorder, general anxiety, ocd, schizoid personality disorder og ptsd. Var mjög erfitt líka en ég var fegin að fá loksins rétta greiningu og eitthvað eitt sem útskýrði allt hitt.
|
|
|
Post by Admin on Feb 21, 2016 19:43:25 GMT
Já ég var greind með panic disorder, general anxiety, ocd, personality diesorder, ptsd, átröskun og bipolar II. Mjög óþægilegt að vita aldrei hvað er að manni. En mikill léttir að fá loksins rétta greiningu sem útskýrði allt mitt líf frá því að ég var lítil.
|
|
|
Post by Admin on Feb 23, 2016 17:33:23 GMT
Ég á einmitt svo erfitt með þetta félagslega að ég hef ekki haldist í vinnu. Ég hef verið að leyta mér að vinnu sem gæti hentað en er ekki að finna neitt. Ég er líka með vefjagigt og má því ekki vinna líkamlega erfitt. Alls staðar þar sem er auglýst eftir fólki í vinnu þá er tekið fram að að maður þurfi að vera lipur eða mjög góður í mannlegum samskiptum. Mér finnst það líka pínu ósanngjarnt þar sem það eru ekkert allir þannig. Mér finnst ekki vera gert nógu mikið ráð fyrir fjölbreytilegu fólki hvort sem maður er með einhverfu eða ekki.
|
|